Frábært pasta með kryddsmjöri og sveppum

Stórkostlegur pastaréttur með kryddsmjöri og sveppum.
Stórkostlegur pastaréttur með kryddsmjöri og sveppum. mbl.is/Peter Kam/kaere-hjem.dk

Það er bara alls ekki hægt að fá leið á pastaréttum. Sérstaklega ekki þegar þeir eru eins frábærir og þessi réttur hér – með kryddsmjöri og sveppum.

Frábært pasta með kryddsmjöri og sveppum (fyrir 4)

  • 300 g lumaconi pasta
  • 2 hvítlauksrif
  • 1 dl blandaðar jurtir, t.d. salvía, timían, basilika
  • 200 g stórir sveppir
  • Ólífuolía
  • Parmesan

Kryddsmjör:

  • 1 hvítlauksrif
  • ½ lime
  • 1 msk. basilika
  • 75 g smjör við stofuhita
  • chiliflögur á hnífsoddi
  • Salt og pipar

Aðferð:

  1. Sjóðið pastað samkvæmt leiðbeiningum.
  2. Saxið hvítlauk og jurtir smátt.
  3. Skerið sveppina í skífur og steikið upp úr ólífuolíu þar til þeir taka lit.
  4. Bætið hvítlauk út á pönnuna ásamt jurtum og steikið áfram í nokkrar mínútur.
  5. Blandið pastanu út á pönnuna og veltið saman. Smakkið til með salti og pipar.
  6. Rífið parmesan yfir og berið fram með kryddsmjöri.

Kryddsmjör:

  1. Pressið hvítlaukinn, rífið utan af limeberkinum og saxið basilikum fínt. Blandið saman við mjúkt smjörið og chiliflögur.
  2. Smakkið til með salti og pipar.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert