Veðrið hafði áhrif á matarhátíð í Reykjavík

Fjölmargir veitingastaðir buðu upp á kræsingar á hátíðinni.
Fjölmargir veitingastaðir buðu upp á kræsingar á hátíðinni. mbl.is/Árni Sæberg

Matarhátíðin Reykjavík Food Festival var færð af Skólavörðustígnum inn undir þak bílastæðahússins við Bergstaðastræti vegna veðurs í dag. Þetta var í áttunda skiptið sem hátíðin fer fram, en upphaflega einblíndi hún á beikon og svínakjöt, en í dag nær hún til allra geira matvælaiðnaðarins.

Greinilegt var að veðrið hafði nokkur áhrif á mætingu, en þó var talsverður hópur sem lét veðrið ekki á sig fá og mætti til að prófa hinar ýmsu kræsingar auk þess að kaupa fersk íslensk matvæli.

Hátíðin var færð undir þak bílastæðahússins við Bergstaðastræti.
Hátíðin var færð undir þak bílastæðahússins við Bergstaðastræti. mbl.is/Árni Sæberg
Fjölmargir létu veðrið ekki á sig fá.
Fjölmargir létu veðrið ekki á sig fá. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert