Matarhátíðin Reykjavík Food Festival var færð af Skólavörðustígnum inn undir þak bílastæðahússins við Bergstaðastræti vegna veðurs í dag. Þetta var í áttunda skiptið sem hátíðin fer fram, en upphaflega einblíndi hún á beikon og svínakjöt, en í dag nær hún til allra geira matvælaiðnaðarins.
Greinilegt var að veðrið hafði nokkur áhrif á mætingu, en þó var talsverður hópur sem lét veðrið ekki á sig fá og mætti til að prófa hinar ýmsu kræsingar auk þess að kaupa fersk íslensk matvæli.