Þessi pastaréttur er þekktur undir nafninu „boscaiola“ í ítölskum kokkabókum. Hann inniheldur sveppi, hvítvín og hvítlauk og finnst í ótal útfærslum.
Alveg klikkaður pastaréttur (fyrir 6)
- 400 g pasta
- 3 stór hvítlauksrif
- ½ rautt chili
- 4 msk. steinselja, smátt söxuð
- 4 msk. ólífuolía
- 200 g sveppir
- 300 g salsiccia eða önnur sterk pylsa
- 1 dl hvítvín
- 1 dl rjómi
- sjávarsalt og pipar
- 50 g parmesan
Skraut:
- ½ rautt chili
- 4 msk. fersk basilika, gróf söxuð
Aðferð:
- Sjóðið pastað samkvæmt leiðbeiningum þar til al dente og hellið vatninu frá.
- Skerið hvítlaukinn í þunnar skífur og saxið chili og steinselju smátt.
- Hitið olíu í stórum potti og ristið hvítlaukinn, chili og steinselju. Skerið sveppina í 4 hluta og ristið á pönnunni. Skerið pylsuna í þykkar sneiðar og bætið út í.
- Hellið hvítvíni út í pottinn og látið sjóða. Bætið þá rjómanum út í og látið malla í smá stund. Bætið þá pastanu saman við og veltið upp úr blöndunni. Takið af hellunni og kryddið með parmesan, salti og pipar.
- Berið fram og dreifið basilikublöðum yfir ásamt smátt söxuðu chili.