Ólífubrauð með beikoni og geggjað aioli

Nýbakað ólífubrauð með aioli er akkúrat það sem við girnumst …
Nýbakað ólífubrauð með aioli er akkúrat það sem við girnumst þessa stundina. mbl.is/Betina Hastoft / alt.dk

Þegar þig þyrstir í eitthvert ómótstæðilega gott brauð, þá bjóðum við þetta hérna. Ólífubrauð með beikoni og aioli.

Ólífubrauð með beikoni og geggjað aioli

Brauð:

  • 100 g svartar ólífur án steins
  • 2 sellerístangir
  • 300 g hveiti
  • 125 g beikon í litlum bitum
  • 150 g rifinn cheddar ostur
  • 3 egg
  • 2 tsk. lyftiduft
  • 4 msk. mjólk
  • ¾ tsk. salt
  • Pipar

Aioli:

  • 2 eggjarauður
  • 1 msk. sítrónusafi
  • ½ tsk. salt
  • pipar
  • 3 stór hvítlauksrif
  • 1 dl ólífuolía
  • 1 dl sólblómaolía
  • 2 msk. sítrónusafi

Aðferð:

Brauð:

  1. Saxið ólífurnar gróflega. Skerið selleríið smátt og blandið saman við ólífurnar ásamt restinni af hráefnunum.
  2. Setjið deigið í smurt brauðform og bakið við 180° í 40 mínútur á næstneðstu hæðinni í ofninum.

Aioli:

  1. Passið að öll hráefnin séu við stofuhita. Setjið eggjarauðurnar í skál og pískið 1 msk. sítrónusafa, salti og pipar saman í 1 mínútu.
  2. Dreypið smáveigis af olíunum út í. Þegar þú hefur komið um 2 msk. af olíu saman við dressinguna, þá máttu setja 1 msk. í einu út í blönduna.
  3. Merjið hvítlaukinn og setjið út í ásamt restinni af sítrónusafanum.
  4. Berið fram með nýbökuðu brauðinu.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert