Smjördeigskoddar með karmeliseruðum lauk

Smjördeig má nota á ýmsa vegu - til dæmis í …
Smjördeig má nota á ýmsa vegu - til dæmis í litla kodda sem þessa og njóta mikillar vinsælda. mbl.is/Anders Schønnemann

Áttu von á saumaklúbbnum í kvöld eða fjölskyldunni í bröns um helgina? Þá erum við með uppskrift fyrir þig sem á eftir að vekja lukku - smjördeigskoddar með karmeliseruðum lauk.

Smjördeigskoddar með karmeliseruðum lauk
  • 150 g blandaðir sveppir
  • 5 meðalstórir rauðlaukar
  • 2 msk. smjör
  • ½ tsk. salt
  • 2 msk. sykur
  • 1 msk. ferskt timían
  • tilbúið smjördeig
  • Tallegio ostur

Aðferð:

  1. Hitið ofninn í 200°.
  2. Hitið pönnu á háum hita og steikið sveppina þar til vökvinn byrjar að leka úr þeim.
  3. Skerið laukinn í skífur. Þegar sveppirnir eru byrjaðir að brúnast, bætið þá smjöri, lauk, salti, sykri og timían út á pönnuna og steikið áfram á meðalhita í 10-12 mínútur, þar til laukurinn er orðinn mjúkur og byrjar að karmeliserast.
  4. Skerið smjördeigið í 12 jafnstóra bita, sirka 7x10 cm.
  5. Leggið 1 msk. af sveppablöndunni ofan á hvert smjördeigsstykki þannig að um 2 cm eru fríir allan hringinn. Leggið tallegio ost ofan á.
  6. Bakið í ofni í 12-15 mínútur á næstneðstu hæð. Vertu viss um að smjördeigið sé tilbúið áður en þú tekur tertubitana út úr ofninum.
  7. Látið kólna örlítið áður en bornir fram og dreifið fersku timían yfir (gott að smjördeigið sé volgt eða við stofuhita). Það má líka hita örlítið aftur í ofni áður en borið fram.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert