Smjördeigskoddar með karmeliseruðum lauk

Smjördeig má nota á ýmsa vegu - til dæmis í …
Smjördeig má nota á ýmsa vegu - til dæmis í litla kodda sem þessa og njóta mikillar vinsælda. mbl.is/Anders Schønnemann

Áttu von á sauma­klúbbn­um í kvöld eða fjöl­skyld­unni í bröns um helg­ina? Þá erum við með upp­skrift fyr­ir þig sem á eft­ir að vekja lukku - smjör­deigskodd­ar með kar­meliseruðum lauk.

Smjördeigskoddar með karmeliseruðum lauk

Vista Prenta
Smjör­deigskodd­ar með kar­meliseruðum lauk
  • 150 g blandaðir svepp­ir
  • 5 meðal­stór­ir rauðlauk­ar
  • 2 msk. smjör
  • ½ tsk. salt
  • 2 msk. syk­ur
  • 1 msk. ferskt timí­an
  • til­búið smjör­deig
  • Tal­leg­io ost­ur

Aðferð:

  1. Hitið ofn­inn í 200°.
  2. Hitið pönnu á háum hita og steikið svepp­ina þar til vökvinn byrj­ar að leka úr þeim.
  3. Skerið lauk­inn í skíf­ur. Þegar svepp­irn­ir eru byrjaðir að brún­ast, bætið þá smjöri, lauk, salti, sykri og timí­an út á pönn­una og steikið áfram á meðal­hita í 10-12 mín­út­ur, þar til lauk­ur­inn er orðinn mjúk­ur og byrj­ar að kar­meliser­ast.
  4. Skerið smjör­deigið í 12 jafn­stóra bita, sirka 7x10 cm.
  5. Leggið 1 msk. af sveppa­blönd­unni ofan á hvert smjör­deigs­stykki þannig að um 2 cm eru frí­ir all­an hring­inn. Leggið tal­leg­io ost ofan á.
  6. Bakið í ofni í 12-15 mín­út­ur á næst­neðstu hæð. Vertu viss um að smjör­deigið sé til­búið áður en þú tek­ur tertu­bit­ana út úr ofn­in­um.
  7. Látið kólna ör­lítið áður en born­ir fram og dreifið fersku timí­an yfir (gott að smjör­deigið sé volgt eða við stofu­hita). Það má líka hita ör­lítið aft­ur í ofni áður en borið fram.
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert