Uppskriftin sem slegist var um

mbl.is/aðsend

Vel heppnaður brauðréttur er líklegur til að taka góða veislu upp á næsta stig og ef það gerist er iðullega slegist um að fá uppskriftina.

Tryggur lesandi Matarvefsins mátti til með að deila þessari uppskrift með okkur þar sem hún vakti svo mikla lukku (og mögulega til að spara honum útdeilingu uppskriftarinnar sjálfur).

Um er að ræða brauðrétt sem kláraðist upp til agna í þrítugsafmæli um síðustu helgi.

Rækjubrauðrétturinn sem kláraðist!

  • ½ fransbrauð
  • ½ l matreiðslurjómi
  • 2 pakkar TORO karrísósa
  • 1 lítill púrrulaukur
  • 1 græn paprika
  • 3 dl vatn
  • 1 poki rækjur (ca. 500g)
  • 1 pakki surimi (krabbakjöt)
  • rifinn ostur
  • smjör (eða olía)
  • salt, pipar

Aðferð:

  1. Afþýðið rækjurnar og surimi fyrir notkun. 
  2. Hellið matreiðslurjómanum og vatni í pott og innihaldi karrísósupakkanna út í, hrærið vel og fáið suðuna upp. Lækkið þá hitann og hrærið í ca. 5 mínútur (bætið aðeins við vatni ef sósan er of þykk). Slökkvið á hellunni og leyfið sósunni að kólna.
  3. Saxið paprikuna og púrrulaukinn.
  4. Smyrjið eldfast mót með smjöri eða olíu, skerið skorpuna af brauðinu og raðið brauðinu í botninn.
  5. Skerið surimi í bita og dreifið yfir brauðið ásamt rækjum, paprikunni og púrrulauknum. 
  6. Kryddið með salti og pipar.
  7. Hellið að lokum karrísósunni yfir og stráið rifnum osti yfir allt. 
  8. Bakið við 180°C í um 30 mínútur eða þar til osturinn er orðinn gullinbrúnn. 
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert