Þegar þú vilt hafa eitthvað einfalt en svakalega gott í matinn, þá er það þessi fjölskylduklassík sem slær alltaf í gegn. Eggjakaka með beikoni og brokkolíi, borin fram með góðu brauði.
Eggjakaka sem þú verður að smakka
- ½ brokkolí
- 3 blaðlaukar
- 200 g beikon
- ólífuolía
- 1 msk. smjör, til steikingar
- steinselja
- 7 egg
- 1,5 dl rjómi
- 100 g rifinn mozzarella
- 1 tsk. þurrkað rósmarín
- salt og pipar
Aðferð:
- Hitið ofninn áí200°C.
- Skerið brokkolí og beikon í bita og skerið blaðlaukinn í ½ cm bita.
- Hitið olíu á pönnu og byrjið á að steikja beikonið í um 5 mínútur. Leggið það því næst til hliðar á eldhúspappír og leyfið fitunni að leka af. Hellið fitunni af pönnunni og þurrkið létt yfir.
- Hitið sömu pönnuna með smjöri og steikið blaðlaukinn á meðalhita þar til hann er mjúkur, um 5 mínútur.
- Dreifið brokkolí, blaðlauk og beikoni í eldfast mót. Pískið egg, rjóma, mozzarella og saxaða steinselju saman í skál og kryddið með rósmaríni, salti og pipar. Hellið eggjamassanum yfir grænmetið í eldfasta mótinu og setjið inn í ofn. Bakið í 20-25 mínútur þar til massinn er fastur í sér og gylltur á toppnum.
- Saxið steinselju og dreifið yfir eggjakökuna þegar hún er borin fram með góðu brauði.