Kjúklingasalatið sem þú gargar yfir

Þetta kjúklingasalat er alveg sturlað svo ekki sé meira sagt.
Þetta kjúklingasalat er alveg sturlað svo ekki sé meira sagt. mbl.is/Howsweeteats.com

Við gef­umst upp! Þetta ómót­stæðilega kjúk­linga­sal­at er með því betra sem við höf­um séð í lengri tíma. Stút­fullt af geggjuðum hrá­efn­um og all­ir lit­ir koma til sögu. Þetta er eins ferskt og hugs­ast get­ur og er frá­bært með beyglu eða öðru góðu brauði. Sum­ir vilja borða það beint upp úr skál­inni sem alls ekki bannað.

Kjúklingasalatið sem þú gargar yfir

Vista Prenta

Sal­atið sem þú garg­ar yfir

  • 470 g kjúk­linga­bring­ur frá Ali
  • 2 msk. ólífu­olía
  • ½ tsk. sjáv­ar­salt
  • ½ tsk. svart­ur pip­ar
  • 1 bolli cherrý tóm­at­ar, skorn­ir til helm­inga
  • 1 bolli maí­is­baun­ir
  • ⅓ bolli vor­lauk­ur, smátt skor­inn
  • ¼ bolli rif­inn chedd­ar ost­ur
  • ¼ bolli hrein grísk jóg­úrt
  • ¼ bolli maj­ónes
  • 1½ msk. nýkreist­ur sítr­ónusafi
  • ¼ tsk liquid smoke, mar­in­er­ing
  • salt á hnífsoddi

Aðferð:

  1. Saltið og piprið bring­urn­ar og jafn­vel líka með hvít­laukskryddi ef til í skáp­un­um. Penslið þær síðan með ólífu­olíu. Grillið bring­urn­ar á útigrilli eða á grillpönnu í 6 mín­út­ur á hvorri hlið. Látið hvíla í 15 mín­út­ur og skerið þá í litla bita.
  2. Setjið kjúk­ling­inn, tóm­at­ana, maís­inn, vor­lauk­inn og ost­inn sam­an í stóra skál og veltið sam­an.
  3. Takið fram litla skál og pískið sam­an jóg­úrt, majó, sítr­ónusafa, liquid smoke, salti og pip­ar.
  4. Hellið dress­ing­unni yfir kjúk­linga­blönd­una og blandið vel sam­an.
  5. Berið fram með beygl­um, croiss­ant eða njótið með gaffl­in­um ein­um sam­an.
  6. Sal­atið geym­ist í allt að 3 daga í ís­skáp og smakk­ast bet­ur með hverj­um deg­in­um.
Öllu blandað saman í eina skál - svo einfalt og …
Öllu blandað sam­an í eina skál - svo ein­falt og gott. mbl.is/​Howsweeteats.com
mbl.is/​Howsweeteats.com
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert