Eplakökur eru eins sígildar og jólin! Það finnast ótal upskriftir af eplakökum en þessi er með þeim betri sem þú munt smakka. Hér er uppskrift að ómótstæðilegri eplakaöku sem er toppuð með loftkenndum kókosmarengs.
Ómótstæðileg eplakaka með kókos-marengs (15 stk.)
Eplakaka:
- 125 g smjör
- 1 dl sykur
- 2 stórar eggjarauður
- 2 dl hveiti
- 1 tsk. lyftiduft
- 2-3 epli, sirka 350 g
- 1½ tsk. kanill
Kókosmarengs:
- 2 stórar eggjahvítur
- 1 dl sykur
- 3 dl kókosmjöl
Aðferð:
Epalakaka:
- Hitið ofninn á 175°C.
- Pískið smjör og sykur þar til létt og loftkennt.
- Bætið eggjarauðunum út í á meðan pískað er.
- Hrærið hveiti og lyftidufti út í blönduna.
- Skrælið eplin og skerið í báta.
- Veltið bátunum upp í kanil (hér er sniðugt að setja kanil og epli í plastpoka og hrista).
- Klæðið bökunarform (18x25 cm) með bökunarpappír eða notið hringlaga smelluform (24 cm).
- Hellið deiginu í formið og leggið eplaskífurnar þar ofan á, og þrýstið léttilega.
- Bakið í næstneðstu hæð í ofninum í 20 mínútur eða þar til kakan flýtur ekki lengur á toppnum.
- Undirbúið marengsinn á meðan kakan er í ofninum.
Kókosmarengs:
- Pískið eggjahvíturnar vel.
- Bætið sykri smátt og smátt út í og pískið áfram í loftkenndan marengs.
- Blandið kókosmjöli út í en geymið sirka 1 msk. af kókos til hliðar.
- Smyrjið kókosmarengs yfir hálfbakaða kökuna og dreifið restinni af kókosmjölinu yfir.
- Bakið áfram í næstneðstu hæð í ofninum í 20 mínútur eða þar til kókosmarengsinn hefur tekið góðan lit.
- Látið kólna og berið fram.