Kjötbollur með besta blómkálssalati í heimi

Klassískar kjötbollur með blómkálssalati og bragðgóðri dressingu.
Klassískar kjötbollur með blómkálssalati og bragðgóðri dressingu. mbl.is/Winnie Methmann

Það vilja allir á heimilinu hafa kjötbollur í matinn, í það minnsta einu sinni í viku. Hér eru þær klassískar og góðar, bornar fram með blómkálssalati sem margir fullyrða að sé besta blómkálssalat í heimi! En blómkálssalat er eiginlega nútímaútgáfa af kartöflusalati ef svo má segja.

Kjötbollur með æðislegu blómkálssalati

  • 500 g hakk
  • 1 laukur
  • handfyllli fersk steinselja
  • 2 egg
  • 1 dl haframjöl
  • 1 dl mjólk
  • salt og pipar
  • smjör til steikingar

Blómkálssalat:

  • 1 blómkál
  • 2 dl þurrkaðar grænar linsubaunir
  • 125 g grænar baunir
  • 1 rauðlaukur
  • handfylli ferskt dill
  • handfylli púrrlaukur
  • handfylli fersk steinselja
  • 65 g kapers

Dressing:

  • 2 dl sýrður rjómi, 18%
  • 2 tsk. hunang
  • 1 msk. dijon sinnep
  • Salt og pipar

Aðferð:

  1. Setjið kjötið í skál. Saxið laukinn smátt niður og saxið steinseljuna. Setjið lauk og steinselju út í kjötið ásamt eggi, haframjöli, mjólk, salti og pipar. Setjið í kæli í 30 mínútur.
  2. Formið í litlar bollur og steikið upp úr smjöri á pönnu.

Blómkálssalat:

  1. Skerið blómkálið í litla bita og sjóðið í saltvatni í 3 mínútur, þar til það er meyrt. Skolið því næst undir köldu vatni.
  2. Skolið linsubaunirnar í sigti og sjóðið í léttsöltu vatni í 20 mínútur – látið kólna.
  3. Skerið grænu baunirnar til helminga og sjóðið í léttsöltu vatni í nokkrar mínútur – látið kólna.
  4. Skerið rauðlaukinn í þunnar skífur. Saxið dill, púrrlauk og steinselju smátt. Veltið blómkálinu saman við linsubaunir, baunir, lauk og kryddjurtir ásamt kapers.

Dressing:

  1. Hrærið öll hráefnin saman og smakkið til. Hellið dressingunni yfir salatið og setjið í kæli þar til bera á fram.
  2. Berið fram með blómkálssalati og góðu brauði.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert