Auðveldar brauðbollur með trönuberjum

Nýbakaðar og dúnamjúkar brauðbollur hér með trönuberjum.
Nýbakaðar og dúnamjúkar brauðbollur hér með trönuberjum. mbl.is/Tia Borgsmidt

Allt sem er nýbakað er stórkostlegt! Nýbakaðar bollur eru þar á meðal, en þessar eru hollar og góðar fyrir alla fjölskylduna.

Auðveld brauðbollu uppskrift með trönuberjum (12-14 stk)

  • 425 g hveiti
  • 150 g heilhveiti eða durum
  • 75 g haframjöl
  • 75 g trönuber
  • 1 tsk. lyftiduft
  • 1 tsk. salt
  • 2,5 dl skyr
  • 3 dl vatn
  • 1 egg til penslunar
  • 1 dl graskerskjarnar, grófhakkaðir

Aðferð:

  1. Blandið hveitunum saman, ásamt haframjöli, trönuberjum, lyftidufti og salti. Hrærið því næst skyrinu og vatninu út í. Deigið á að vera klístrað.
  2. Formið deigið í bollur úr sirka 2 matskeiðum. Leggið á bökunarpappír á bökunarplötu og penslið bollurnar með pískuðu eggi. Dreyfið söxuðum graskerskjörnum yfir og bakið við 225°C í 15 mínútur.
  3. Berið fram með því áleggi sem hugurinn girnist.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert