Sætar súkkulaðibrúnkur með dass af chili

Girnilegar brúnkur sem bragð er af.
Girnilegar brúnkur sem bragð er af. mbl.is/Santa Maria World

Spennandi uppskrift af brúnkum með hellingur af súkkulaði og dass af chili, voru að koma úr ofninum. Hér er það ancho-chili sem bragðbætir uppskriftina, en það er dökkur og mildur chilipipar með ávaxtabragði og keim af lakkrís, kaffi og rúsínum.

Sætar súkkulaðibrúnkur með dass af chili

  • 200 g smjör
  • 200 g dökkt súkkulaði
  • 4 egg
  • 2 dl sykur
  • 4 dl hveiti
  • 2 tsk. lyftiduft
  • 1 msk. Ancho chili pipar
  • 3 ½ dl valhnetur

Glassúr:

  • 25 g smjör
  • 200 g dökkt súkkulaði
  • 1/5 dl rjómi
  • 1 msk Ancho chili pipar  

Aðferð:

  1. Hitið ofninn á 175°C. Saxið súkkulaðið og valhneturnar gróflega.
  2. Bræðið smjörið og bætið súkkulaðinu út í. Blandið vel saman.
  3. Pískið egg og sykur þar til blandan verður létt í sér.
  4. Hellið súkkulaðinu yfir eggjablönduna. Bætið hveiti, lyftidufti, chili og hnetum og hrærið varlega.
  5. Hellið deiginu í vel smurt form (25x35 cm), en stráið smávegis af hveiti líka yfir formið.
  6. Bakið í 20 mínútur neðst í ofni. Leyfið kökunni svo að kólna.

Glassúr:

  1. Bræðið smjörið og setjið súkkulaði og rjóma út í – hrærið í og smakkið til með chili.
  2. Hellið glassúrnum yfir kökuna og leyfið því að kólna.
  3. Skerið í litla bita og berið fram.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert