Viltu bæta mataræðið með einföldum hætti?

Meghan Markle er leggur mikið upp úr hollu og góðu …
Meghan Markle er leggur mikið upp úr hollu og góðu mataræði. AFP

Það þarf hvorki að vera erfitt né óyfirstíganlegt að borða meira af grænmeti. Hér eru nokkur atriði sem þú getur haft til hliðsjónar í átt að heilsusamlegri lífsstíl.

Hugsaðu lengra fram í tímann
Ef þú ert á annað borð að skera niður grænmeti, skaltu hugsa lengra og skera eins mikið niður og mögulegt er. Settu grænmetið í box og í kæli, þannig sparar þú tíma næstu daga.

Fléttaðu grænmetið inn í allan mat
Finndu fram uppskriftir og fléttaðu inn grænmeti í sósur, kartöflumúsina, kjötbollurnar, pottréttinn, ommelettuna, pastaréttinn og pizzuna.

Kauptu meira
Þú sparar peninga og tíma með því að kaupa nóg inn af grænmeti í einu. Mundu svo að gefa þér tíma til að skera allt niður og hugsa um atriði númer eitt á þessum lista.

Frosið grænmeti er ágætt
Ef þér fallast hendur með að skera niður allt þetta grænmeti er ekkert að stoppa þig í að kaupa það frosið. Poki af wok-grænmeti er fljótleg og holl leið í átt að góðri kvöldmáltíð.

Kauptu réttu græjurnar
Með því að kaupa réttu áhöldin í að skera og snitta grænmetið verður vinnan leikur einn. Og þar fyrir utan mun grænmetið verða mun skemmtilegra fyrir vikið – snúningslaga „grænmetis-spaghettí“ og fullkomlega vel skornir strimlar.

Settu þér markmið
Markmiðið getur verið að borða einn ávöxt eða grænmeti í hvert millimál og þá 2-3 stykki með kvöldmatnum.

Byrjaðu daginn á smoothie
...eða fáðu þér einn þegar þú kemur heim úr vinnunni. Það er ekkert betra fyrir aukakílóin en að skipta út óhollustu fyrir ferskan og bragðgóðan smoothie.

Geymdu grænmetið vel
Best er að geyma grænmetið í lofttæmdum boxum og þá með rakri eldhúsþurrku í botninum, jafnvel með smá sítrónusafa til að niðurskorna grænmetið verði ekki brúnt á lit.

Súpur og aðrir réttir þar sem grænmetið blandast saman
Í heitum súpum maukast grænmetið og blandast saman í einum potti. Því borðar þú fjölbreyttara og meira af grænu en þú annars gerir.

Grænt nesti
Vertu með litla græna nestispoka þegar þú ert á flakki. Það er frábært að geta gripið í ferskt snakk þegar hungrið steðjar að.

Skiptu út matvælum
Hugsaðu út í hvernig þú getur skipt út matvælum með grænu og gómsætu. Þú getur t.d. rifið niður blómkál í hrísgrjón eða gert blómkálspizzabotn. Skipt kartöflum út með rótargrænmeti og blandað grænum baunum út í pasta.

Prófaðu nýjar uppskriftir
Það fá allir leið á því að vera alltaf að japla á sömu uppskriftunum. Prófaðu að ögra þér með að finna 2-3 nýjar uppskriftir í hverri viku sem innihalda mikið af grænmeti.

Haltu dagbók
Það getur verið erfitt að muna allt sem við gerum yfir vikuna og því gott ráð að halda dagbók. Prófaðu að skrifa niður hvað þú borðar yfir daginn og þá sjá hversu mikið grænmeti þú ert í raun að borða daglega.

Búðu til þínar eigin dressingar
Dressingar í öllum útfærslum gera allan mat betri. Búðu til þínar eigin dressingar og helltu yfir salat og annað grænmetisgotterí.

Eru grænir kostir á matseðlinum þínum yfir daginn?
Eru grænir kostir á matseðlinum þínum yfir daginn? mbl.is/Colourbox
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert