Hvar er best að byrja þegar um slíkt salat er að ræða? Kínóaskál með ferskum jurtum, burrata-osti og stökkum pistasíuhnetum. Þetta er eitt af þeim salötum sem þú elskar að eiga afgang af til að borða daginn eftir.
Dásemdar kínóaskál með pistasíum
- 2,5 bollar tilbúið kínóa
- 2 bollar jarðarber, skorin
- 1 tsk. rifinn sítrónubörkur
- Burrata-ostur
- ¼ bolli fersk basilika
- ¼ bolli fersk mynta
- 2-3 msk. ferskar jurtir (getur verið steinselja eða graslaukur)
- Svartur pipar
- ¼ bolli saxaðar pistasíuhnetur
Sítrónudressing:
- 2 msk. ferskur sítrónusafi
- 1,5 msk. hunang
- 1 hvítlauksrif, marið
- Salt og pipar
- ⅓ bolli ólífuolía
Aðferð:
- Sjóðið kínóa samkvæmt leiðbeiningum og látið kólna.
- Búið til dressinguna með því að blanda saman öllum hráefnum fyrir utan ólífuolíu, bætið henni smátt og smátt út í.
- Blandið (köldu) kínóa saman við 2-3 msk. af sítrónudressingunni. Það má vera meira eða þú getur bætt við þegar salatið er tilbúið.
- Bætið jarðarberjum út í ásamt ferskum jurtum, sítrónuberki, pipar og burrata-osti. Bætið við jurtum og dressingu eftir þörfum og því næst pistasíuhnetunum.
- Saltið og piprið eftir smekk.
Sítrónudressingunni er blandað saman við kalt kínóa.
mbl.is/Howsweeteats.com