Dásemdar kínóaskál með pistasíum

Kínóaskál með stökkum pistasíum og ferskum jarðarberjum.
Kínóaskál með stökkum pistasíum og ferskum jarðarberjum. mbl.is/Howsweeteats.com

Hvar er best að byrja þegar um slíkt sal­at er að ræða? Kínóa­skál með fersk­um jurt­um, burrata-osti og stökk­um pist­asíu­hnet­um. Þetta er eitt af þeim salöt­um sem þú elsk­ar að eiga af­gang af til að borða dag­inn eft­ir.

Dásemdar kínóaskál með pistasíum

Vista Prenta

Dá­semd­ar kínóa­skál með pist­así­um

  • 2,5 boll­ar til­búið kínóa
  • 2 boll­ar jarðarber, skor­in
  • 1 tsk. rif­inn sítr­ónu­börk­ur
  • Burrata-ost­ur
  • ¼ bolli fersk basilika
  • ¼ bolli fersk mynta
  • 2-3 msk. fersk­ar jurtir (get­ur verið stein­selja eða graslauk­ur)
  • Svart­ur pip­ar
  • ¼ bolli saxaðar pist­asíu­hnet­ur

Sítr­ónu­dress­ing:

  • 2 msk. fersk­ur sítr­ónusafi
  • 1,5 msk. hun­ang
  • 1 hvít­lauksrif, marið
  • Salt og pip­ar
  • ⅓ bolli ólífu­olía

Aðferð:

  1. Sjóðið kínóa sam­kvæmt leiðbein­ing­um og látið kólna.
  2. Búið til dress­ing­una með því að blanda sam­an öll­um hrá­efn­um fyr­ir utan ólífu­olíu, bætið henni smátt og smátt út í.
  3. Blandið (köldu) kínóa sam­an við 2-3 msk. af sítr­ónu­dress­ing­unni. Það má vera meira eða þú get­ur bætt við þegar sal­atið er til­búið.
  4. Bætið jarðarberj­um út í ásamt fersk­um jurt­um, sítr­ónu­berki, pip­ar og burrata-osti. Bætið við jurt­um og dress­ingu eft­ir þörf­um og því næst pist­asíu­hnet­un­um.
  5. Saltið og piprið eft­ir smekk.
Sítrónudressingunni er blandað saman við kalt kínóa.
Sítr­ónu­dress­ing­unni er blandað sam­an við kalt kínóa. mbl.is/​Howsweeteats.com
mbl.is/​Howsweeteats.com
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert
Loka