Við erum alltaf að læra eitthvað nýtt – líka þegar kemur að því að meðhöndla sængurverin okkar. Hér eru nokkur stórfín ráð um hvernig eigi að meðhöndla sængurverin í þvotti.
Þú bíður of lengi með að setja í þvott
Allt of margir skipta of sjaldan á rúmunum. Prófaðu að hugsa út í hversu miklum tíma þú eyðir í rúminu – allur sá sviti, húðfrumur og farði sem sest í sængurverin. Þú ættir að setja hreint á rúmið í það minnsta aðra hverja viku.
Stútfull vél
Þú kannast eflaust við að troðfylla vélina af þvotti til að spara tíma. Í raun ertu að fara illa með þvottavélina, þvottinn þinn, svo ekki sé minnst á að þvotturinn þvæst ekki almennilega. Athugaðu fyrst hve mörg kíló vélin þín tekur áður en þú heldur áfram að troða þvottinum inn.
Þú notar bandvitlaust prógram
Það þarf alls ekki að þvo sængurverin á háu prógrammi, nema þau séu haugaskítug. Ef þú þværð á lágu hitastigi getur þú komið í veg fyrir að þau krumpist mikið þegar þú tekur þau út. Mundu þó að þvo ekki á allt of lágum hita þar sem bakteríur sem við sjáum ekki leynast víða í þvottinum.
Þurrkarinn
Sængurver eru aðeins lengur að þorna en venjuleg föt, þess vegna skutla margir sængurverunum í þurrkarann og stilla á hæsta hita. Prófaðu að þurrka þau næst á lægri hita og í styttri tíma. Getur þá hengt þau upp í smástund á eftir – það mun fara mun betur með þau og minni hætta á að þau „krullist“.
Þurrkar þú sængurver og handklæði saman?
Ertu í hópi þeirra sem þurrka sængurver og handklæði saman? Viltu í guðanna bænum hætta því núna. Sængurverin þorna mun fyrr en handklæði og því ekki gott að láta þetta tvennt fara saman.