Nýbakað brauð er erfitt að standast, sérstaklega þegar það er borið fram með silkimjúku kryddsmjöri sem bráðnar á brauðinu.
Dásamlega gott brauð með geggjuðu kryddsmjöri
- 10 g ger
- 4 dl volgt vatn
- 2 tsk. salt
- 120 g heilhveiti eða durum
- 450 g hveiti, helst tipo 00
Annað:
- 16 fersk salvíublöð
- 2-3 msk. ólífuolía
Kryddsmjör:
- 150 g mjúkt smjör
- 4 msk. saxaðar kryddjurtir, t.d. steinselju, púrrlauk eða basilikum
Aðferð:
- Leysið gerið upp í vatninu og bætið restinni af hráefnunum saman við. Hnoðið vel saman.
- Setjið deigið til hliðar og látið hefast í 3 tíma.
- Skiptið deiginu í tvennt og mótið í 2 breið baguette. Setjið hreint viskastykki yfir og látið hefast í 20 mínútur.
- Skerið rákir í deigið og leggið salvíublöð í rifurnar. Dreypið ólífuolíu yfir.
- Bakið við 225°C í 25 mínútur.
- Berið fram með kryddsmjöri.
Kryddsmjör:
- Hrærið mjúkt smjörið saman við saxaðar kryddjurtirnar.
- Berið smjörið fram mjúkt með nýbökuðu brauðinu.