Morgunmatur fyrir þá sem þora

Slengið þessum bollum á borðið strax!
Slengið þessum bollum á borðið strax! mbl.is/femina.dk_Columbus Leth

Við erum ekkert að grínast með þessar samlokur - morgun- og hádegisverður saman í einni loku. Það er spurning hvort næsti þynnkubani sé hér með fundinn, því við erum að fá allt það besta sem líkaminn kallar á eftir gott næturbrölt.

Morgunmatur fyrir þá sem þora

  • 20 g ger
  • 3 dl mjólk
  • 1 msk hunang
  • 1 egg
  • 1 tsk. salt
  • 50 g smjör
  • 600 g hveiti
  • 75 g durum hveiti

Annað:

  • 12 egg
  • 12 beikonskífur
  • 12 cheddarsneiðar
  • 12 msk. tómatsósa

Aðferð:

  1. Hrærið gerið út í mjólkina. Bætið við hunangi, eggi, salti og smjöri.
  2. Hellið hveitinu út í og hnoðið í 5-7 mínútur. Látið hefast í 1½ tíma.
  3. Skiptið deiginu upp í 12 bita og rúllið upp í bollur. Veltið bollunum upp úr durumhveitinu og látið hefast í aðrar 20 mínútur.
  4. Hitið ofninn á 180°C. Steikið bollurnar á báðum hliðum á þurri pönnu þar til þær taka lit. Leggið þær á bökunarpappír á bökunarplötu og setjið inn í ofn í 10 mínútur. Látið kólna.
  5. Skerið bollurnar til helminga og ristið í brauðrist eða ofni.
  6. Steikið beikonið stökkt og spælið eggin á pönnu. Leggið eina cheddarost skífu ofan á annan bollu helminginn (12 stk) og leyfið ostinum að bráðna örlítið á heitri bollunni. Smyrjið tómatsósu á hina 12 helmingana. Leggið beikon og egg á hverja bollu og berið strax fram.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert