Pastaréttur sem þú munt aldrei gleyma

Alveg tjúllaður pastaréttur sem þú verður að prófa.
Alveg tjúllaður pastaréttur sem þú verður að prófa. mbl.is/Columbus Leth

Hér um ræðir einn af þessum réttum sem þú smakkar og munt aldrei gleyma – svo góður er hann. Þegar pasta, ostur og brokkolí mætast, þá er ekkert annað en frábærir hlutir að fara gerast. Rétturinn er borinn fram með dressingu og eins er tilvalið að bæta við góðu salati eða brauði með.

Pastaréttur sem þú munt aldrei gleyma

  • 300 g makkarónur
  • 200 g brokkolí
  • 1 laukur
  • 20 g smjör
  • 2 msk. hveiti
  • 5 dl mjólk
  • 125 g ferskt spínat
  • 120 g rifinn mozzarella
  • Salt og pipar
  • 30 g rasp

Sósa:

  • 3 msk. ólífuolía
  • 1 msk. eplaedik
  • ½ tsk. dijon sinnep
  • ½ tsk. fljótandi hunang
  • Salt og pipar

Aðferð:

  1. Sjóðið pastað í stórum potti samkvæmt leiðbeiningum.
  2. Skerið brokkkolí í litla bita og látið sjóða saman með pastanu síðustu 2 mínúturnar af suðutímanum. Hellið vatninu af.
  3. Saxið laukinn smátt og steikið upp úr smjöri í potti. Bætið hveiti saman við og steikið áfram í 2-3 mínútur á meðan þú hrærir í, þar til hveitið byrjar að taka lit. Bætið mjólkinni saman við smátt og smátt og hrærið stanslaust í á meðan. Leyfið sósunni aðeins að malla þar til hún þykknar.
  4. Setjið spínatið og helminginn af ostinum út í sósuna þar til osturinn bráðnar. Smakkið til með salti og pipar.
  5. Hitið ofninn á 200°C. Veltið pastanu og brokkolí saman við sósuna og hellið í eldfast mót. Blandið raspi og restinni af ostium saman og dreyfið yfir réttinn.
  6. Bakið í ofni í 20-25 mínútur, þar til gylltur á lit og sósan byrjar að malla.
  7. Pískið öll hráefnin saman í sósuna og berið fram með pastaréttinum ásamt fersku salati.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka