Hversdagsréttur í allri sinni mynd er mættur á borðið. Einn sem er uppáhald allra og klikkar seint. Kjúklingur í karrý með steiktu grænmeti og soðnum hrísgrjónum – fljótlegt og alveg ljómandi gott.
Kjúklingur í karrý með steiktu grænmeti
- 500 g kjúklingabringur
- 2 msk. ólífuolía
- 4 gulrætur
- 2 blaðlaukar
- 300 g brokkolí
- 1 msk. grænt karrýpaste
- 1 dl grænmetisteningur
- 1 dós kókosmjólk
- 2 msk. sítrónusafi
- Salt og pipar
- 4 dl hrísgrjón
- Handfylli steinselja
Aðferð:
- Skerið kjúklinginn í bita. Steikið kjúklinginn upp úr helmingnum af olíunni í wokpönnu eða í djúpri pönnu í sirka 5 mínútur. Leggið því næst til hliðar á disk.
- Skrælið gulræturnar og skerið í skífur. Skerið blaðlaukinn í skífur. Skerið brokkolí í litla bita. Steikið grænmetið upp úr restinni af olíunni í 2 mínútur. Bætið karrýpaste út á pönnuna og steikið áfram í 1 mínútu.
- Setjið kjötið út á pönnuna ásamt grænmetiskrafti og kókosmjólk og látið koma upp að suðu. Lækkið niður á miðlungshita og látið malla í 5 mínútur.
- Smakkið til með sítrónusafa, salti og pipar.
- Sjóðið hrísgrjónin samkvæmt leiðbeiningum á pakka.
- Berið kjúklinginn fram með steiktu grænmeti og hrísgrjónum. Dreyfið saxaðri steinselju yfir í lokin.