Það jafnast ekkert á við góða sturtu eftir langan vinnudag. En þá viljum við líka að baðstaðurinn okkar sé hreinn og fínn, því annars er litla ánægju úr þessu að hafa. En hvernig er best að þrífa sturtuglerið sem á það til að líta alltaf út fyrir að vera skítugt?
- Fyrsta ráðið til að halda sturtuglerinu hreinu er að skola það með köldu vatni eftir hverja notkun og skafa með gúmísköfu.
- Blandaðu saman alkóhóli og vatni í brúsa og spreyjaðu á glerið. Þurrkaðu yfir með dagblöðum eða örtrefjaklút.
- Edik hefur oft reynst vel á harða bletti á glerinu, því vel reynandi að prófa.
- Lyftiduft er snilldarefni til að hreinsa sápuleifar af glerinu án þess að notast við hörð búðarkeypt efni.
- Og til að hjálpa glerinu að hrinda frá sér vatni má einfaldlega setja Rain-X á glerið eftir að hafa þrifið. Það virkar á bílrúðuna og af hverju ekki á sturtuglerið líka?
Þrif skora oft ekki hátt á vinældalistanum hjá mörgum.
mbl.is/Shutterstock