Er pizzakvöld í vændum? Prófum eitthvað nýtt og minnkum brauðát með því að útfæra pizzurnar okkar á grófar tortillakökur og hellum geggjaðri dressingu yfir – og nóg af henni. Hér má skipta út hvítkálinu með grænkáli sem er alls ekki síðra.
Pizza með kjöti, káli og geggjaðri dressingu
- 4-6 heilhveiti tortillur
- 1 rauðlaukur
- 200 g cherry tómatar
- 1 rauð papríka
- 200 g rifinn ostur
- 200 g nautahakk
- Chorizo eða pepperóní
- Jalapeno eftir smekk
- Hvítkál
Dressing:
- ½ dl hrein jógúrt
- ½ dl skyr eða sýrður rjómi
- 2 stór hvítlauksrif
- Púrrlaukur
- Salt og pipar
Aðferð:
- Hitið ofninn á 200°C.
- Leggið tortillurnar á bökunarpappír á bökunarplötur.
- Skerið laukinn í þunnar skífur. Skerið tómatana í báta og papríkuna í strimla. Skerið chorizo í skífur.
- Steikið hakkið.
- Dreifið osti yfir tortillakökurnar og toppið með tómötum, papríku, nautahakki og chorizo.
- Saxið jalapeno og dreifið yfir. Kryddið með salti og pipar og bakið í ofni í 8 mínútur.
- Skerið kálið fínt og stráið yfir nýbökuðu pizzurnar ásamt dressingunni.
Dressing:
- Hrærið jógúrtina saman við skyrið eða sýrðan rjóma. Merjið hvítlaukinn út í og klippið púrrlauk út í. Smakkið til með salti og pipar.