Extra gott lasagne

Gómsætt og girnilegt lasagne af allra bestu gerð.
Gómsætt og girnilegt lasagne af allra bestu gerð. Sæson_Henrik Freek

Við þekkjum öll lasagne, en þetta hér er með því betra sem þú munt smakka og stútfullt af góðu grænmeti. Hér er mælst með að setja grænmetið í matvinnsluvél og hakka það fínt niður – en það má líka saxa það smátt.

Extra gott lasagne (fyrir 6)

  • 1 msk ólífuolía
  • 400 g nautahakk
  • 100 g sveppir
  • 2 laukar
  • 3 gulrætur
  • 1-2 stór hvítlauksrif
  • 50 g beikon, skorið í litla bita
  • 2 dl kraftur
  • 1 dós hakkaðir tómatar
  • 2 msk. tómatpurré
  • Salt og pipar
  • 2 tsk. oregano
  • 1 tsk. timían
  • 12 lasagneplötur
  • 150 g rifinn ostur

Sósa:

  • 25 g smjör
  • 2,5 msk. hveiti
  • ½ l sjóðandi léttmjólk
  • Salt og pipar
  • Nýrifið múskat

Aðferð:

  1. Skerið sveppina smátt ásamt lauk, gulrótum og hvítlauk. Steikið upp úr olíu á pönnu. Bætið beikonbitum út á pönnuna og því næst nautahakkinu og steikið áfram.
  2. Krafturinn kemur út á pönnuna og síðan hökkuðu tómatarnar, purré og önnur krydd. Látið malla í 20 mínútur og smakkið til með salti og pipar.
  3. Sósa: Bræðið smjörið í potti og hrærið hveitinu saman við. Hrærið mjólkinni út í, smátt og smátt. Látið suðuna koma upp og hrærið í á meðan í 5 mínútur. Smakkið til með salti og pipar og múskati.
  4. Smyrið eldfast mót og leggið lasagneplötur í botninn. Setjið kjötsósu yfir og því næst sósu. Dreyfið örlítið af ostinum yfir og endurtakið 2 sinnum til viðbótar.
  5. Setjið lasagne í ofninn á 200°C í 30-35 mínútur.
  6. Berið fram með góðu brauði og salati.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert