Alveg geggjað risotto

Nammi namm! Þetta er risotto af bestu gerð.
Nammi namm! Þetta er risotto af bestu gerð. mbl.is/Andreas Wiking

Yndis­auk­andi risotto með kantar­ell svepp­um, baun­um og parma­skinku – rétt eins og við vilj­um hafa það. Hér má í raun not­ast við hvaða sveppa­teg­und sem er og munið bara að risotto er alltaf best þegar það er borið strax fram,  svo það er ekki eft­ir neinu að bíða með að borða og njóta.

Al­veg geggjað risotto (fyr­ir 4)

  • 1 lauk­ur, saxaður
  • 2 stór hvít­lauksrif, smátt söxuð
  • 2 msk. ólífu­olía
  • 300 g risotto
  • 1 l kraftsoð
  • Salt og pip­ar
  • Kletta­sal­at
  • ½ - 1 tsk. estragon
  • 200 g græn­ar baun­ir
  • 2 tsk. ólífu­olía
  • 200 g svepp­ir
  • 30 g rif­inn par­mes­an
  • 70 g parma­skinka í þunn­um skíf­um
  • Góður syk­ur
  • Cia­batta­brauð

Aðferð:

  1. Steikið lauk og hvít­lauk upp úr olíu. Blandið grjón­un­um sam­an við og hrærið var­lega. Setjið sjóðandi kraft smátt og smátt út í pott­inn – 1 dl í einu.
  2. Hrærið í á milli og haldið áfram að sjóða þar til hrís­grjón­in eru orðin mjúk. Smakkið til með salti, pip­ar, rucola, estragon og baun­um.
  3. Á meðan hrís­grjón­in eru að sjóða, ristið þá svepp­ina upp úr olíu á pönnu. Stráið salti og pip­ar yfir og veltið síðan svepp­un­um út í risottoið. Rífið ost yfir.
  4. Leggið skinkusneiðarn­ar á bök­un­ar­papp­ír á bök­un­ar­plötu og stráið sykri yfir. Bakið í ofni við 225°C í 4-5 mín­út­ur. Takið út og látið kólna.
  5. Berið risotto fram með bakaðri skinku og cia­batta­brauði.
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert