Þessi fiskréttur er eins og himnasending fyrir svanga maga í miðri viku. Hollur og einstaklega bragðgóður fiskréttur, borinn fram með dásamlegri dressingu, salati og brauði.
Ofnbakaður hversdagsfiskur með dressingu
4 rauðsprettuflök
1 stórt hvítlauksrif
Handfylli fersk steinselja
½ ljós brauðsneið
½ dl rifinn parmesan
1 msk mjúkt smjör
1 sítróna, skorin í skífur
1 tsk. ólífuolía
Dressing:
- 3 msk. hrein jógúrt
- 1 tsk. dijon sinnep
- 1 msk. dill, saxað
- 1 msk. kapers, saxað
- Salt og pipar
Salat:
- 1 fennel
- Sítrónusafi
- 1 tsk. ólífuolía
- Handfylli dill
- Salt og pipar
Aðferð:
- Smyrðu lítið eldfast mót með smjöri. Rúllið fiskflökunum saman og leggið í fatið.
- Merjið hvítlauk og saxið steinseljuna smátt. Skerið skorpuna af brauðsneiðinni og búið til krumlur úr því.
- Blandið brauðkrumlunum, steinselju og hvítlauk saman og dreifið yfir fiskinn. Toppið með smjöri og kryddið með salti.
- Leggið sítrónuskífur yfir réttinn og bakið við 180°C í 10 mínútur, eða þar til fiskurinn er fulleldaður.
- Dressing: Hrærið öllum hráefnunum saman.
- Salat: Skerið fennel í þunnar skífur, jafnvel með mandolínjárni. Veltið því upp úr sítrónusafa, ólífuolíu, dilli, salti og pipar.
- Berið fiskinn fram með dressingu, fennelsalati og góðu brauði.