Við heilsum vetrinum og við heilsum þessari yndislegu súpu sem við þurfum sannarlega á að halda þessa dagana. Hér er bragðmikil súpa á ferð sem fyrirbyggir allar kvefpestir sem reyna að komast að á þessum köldu dögum.
Exótísk súpa sem rífur í
- 1 msk. maísolía
- 1 lítill laukur, smátt saxaður
- 1 stórt hvítlauksrif
- 250 g gulrætur, skornar niður
- 1 kartafla, skorin í teninga
- 1 rautt chili, smátt skorið
- 2 cm nýrifið engifer
- 1-2 tsk. rautt karrýpúrre
- 50 g rauðar linsubaunir
- ¾ - 1 L grænmetis- eða kjúklingakraftur
- Salt og pipar
Sterk jógúrt:
- 2 dl grísk jógúrt, 10%
- ½ - 1 tsk. kúmmen
- Ca. ½ gúrka, rifin niður
- 25 g grófhakkaðar og ristaðar heslihnetur
- 2 msk. fersk mynta, smátt söxuð
Annað:
- 4 heilhveitipítur
- 1 msk. ólífuolía til penslunar
- T.d. kóríander og flögusalt
Aðferð:
- Hitið olíu í potti og steikið lauk, hvítlauk, gulrætur og kartöflur ásamt chili og engifer – og hrærið í.
- Bætið karrýpúrre út í ásamt linsubaunum og krafti. Látið malla á mjög lágum hita í 30 mínútur.
- Blandið vel í súpunni eða maukið og hitið aftur upp. Smakkið þá til með salti og pipar.
- Jógúrtdressing: Blandið öllum hráefnunum saman og smakkið til með salti og pipar.