Sjúklegir snúðar með lakkrís

Dúnamjúkir snúðar með lakkrískremi og glassúr er það allra besta …
Dúnamjúkir snúðar með lakkrískremi og glassúr er það allra besta með kaffinu. mbl.is/Tia Borgsmidt

Það er ekkert að fara gerast um helgina nema að baka þessa snúðauppskrift sem er geggjuð. Það þar ekki að bjóða okkur tvisvar að næla okkur í bita af snúðum með lakkrískremi og glassúr.

Snúðar með lakkrís

  • 2 dl mjólk
  • 1,5 dl kalt vatn
  • 25 g ger
  • 4 stór epli (ca. 300 g, rifin)
  • 2 tsk salt
  • 1 msk lakkríssíróp
  • 650-700 g hveiti

Lakkrískrem:

  • 200 g smjör
  • 100 g muscovado sykur
  • 1 msk lakkrísduft

Glassúr:

  • 150 g flórsykur og smáveigis af sjóðandi vatni

Aðferð:

  1. Hitið mjólkina og hellið í skál. Bætið vatni út í og leysið gerið upp.
  2. Rífið eplin með grófu hliðinni á rifjárninu. Setjið epli, salt og lakkríssíróp í mjólkurblönduna. Bætið hveitinu út í smátt og smátt og hnoðið vel saman – deigið á samt að vera örlítið klístrað.
  3. Látið hefast í 30 mínútur. Setjið deigið á hveitilagt borðið. Deigið er dálítið klístrað en það gefur meiri fyllingu í bragðið að vera ekki fullt af hveiti. Rúllið deiginu út í ferning að stærðinni 30x40 cm.
  4. Lakkrískrem: Hrærið smjörið með muscovado sykri og lakkrísdufti. Smyrjið kreminu á deigið og rúllið því upp eins og rúllutertu. Skerið deigið í skífur, sirka 2 cm á þykktina. Leggið snúðana á bökunarpappír á bökunarplötu og látið hefast í 15 mínútur.
  5. Bakið snúðana í ofni við 200 gráður í 15-20 mínútur þar til gylltir. Látið kólna áður en glassúrinn er settur á.
  6. Hrærið flórsykri saman við sjóðandi vatn og skreytið snúðana með glassúr.

- - -

Fylgstu með Matarvefnum á Instagram og Facebook. Endalaus ævintýri, hugmyndir, skemmtilegir leikir og allt það heitasta heita...

Svo megið þið endilega tagga okkur á Instagram þegar þið eruð að elda eitthvað spennandi @matur.a.mbl

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert