Brjálæðislega góður bakaður lax með stökkri skorpu

Bakaður lax með stökkri skorpu er í matinn í kvöld.
Bakaður lax með stökkri skorpu er í matinn í kvöld. mbl.is/Skovdalnordic.com

Ef allir dagar gætu endað á kvöldmat sem þessum – þá væri ekki yfir neinu að kvarta með matarplanið. Hér bjóðum við upp á lax með stökkri skorpu og ofnbakað grænmeti sem velt er upp úr heimagerðu pestói.

Bakaður lax með stökkri skorpu

  • 1 dl graskerskjarnar
  • 6 laxastykki
  • 1-2 tsk. salt

Bakað grænmeti:

  • 1,2 kg gulrætur
  • 180 g parmaskinka
  • 1,2 kg litlar kartöflur
  • 300 g radísur
  • 1 dl saltaðar möndlur

Grænt pestó:

  • 50 g parmesan
  • Handfylli fersk basilika
  • 2 dl ólífuolía
  • 2 msk. furuhnetur
  • 1 stórt hvítlauksrif

Aðferð:

  1. Saxið graskerskjarna smátt.
  2. Skerið laxinn í minni bita -  saltið, piprið og stráið graskerskjarnanum yfir.
  3. Setjið laxinn í eldfast mót og bakið í ofni við 200°C í 15 mínútur.

Grænt pestó:

  1. Rífið parmesanostinn niður og saxið basilikuna gróflega.
  2. Blandið ólífuolíu og furuhnetunum saman og setjið í blandara ásamt parmesan, basiliku og hvítlauk.

Bakað grænmeti:

  1. Skrælið gulræturnar og snúið smáveigis af parmaskinku yfir hverja og eina.
  2. Nuddið aðeins kartöflurnar (þrýstið létt á þær) og setjið í eldfast mót. Bakið í ofni við 200°C í 45 mínútur. Leyfið gulrótunum að fljóta með síðustu 20 mínúturnar.
  3. Skerið radísurnar í þunnar skífur og leggið í vatn.
  4. Veltið bökuðu kartöflunum upp úr pestóinu, söltuðum möndlum og setjið radísurnar á toppinn.
  5. Berið fram gulrætur og kartöflur með laxinum.
Meðlætið eru bakaðar kartöflur velt upp úr heimagerðu pestói og …
Meðlætið eru bakaðar kartöflur velt upp úr heimagerðu pestói og bakaðar gulrætur með parmaskinku. mbl.is/Skovdalnordic.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert