Ómótstæðilegt kjúklingapasta

Eitt það besta sem þú getur boðið maganum upp á …
Eitt það besta sem þú getur boðið maganum upp á í dag. mbl.is/Line Thit Klein

Ítalir eru ekkert að flækja hlutina þegar kemur að matargerð. Þetta snýst allt um að raða réttu hráefnunum saman og njóta. Rétt eins og í þessari uppskrift þar sem pasta, parmesan og beikon mætast.

Ómótstæðilegt kjúklingapasta (fyrir 4)

  • 400 g spaghettí eða pasta
  • 500 g kjúklingabringur
  • 1 msk. timían, söxuð
  • 1-2 msk. olía
  • 100 g beikon, steikt
  • 100 g brauðteningar
  • 50 g parmesan

Parmesandressing:

  • 50 g parmesan, fínt rifinn
  • 1 stórt hvítlauksrif
  • 1 tsk dijon sinnep
  • 1-2 ansjósur
  • 2 dl hrein jógúrt
  • Salt og pipar
  • Extra parmesan til skrauts

Aðferð:

  1. Blandið öllum hráefnum saman í dressinguna og smakkið til með salti og pipar.
  2. Sjóðið pastað samkvæmt leiðbeiningum.
  3. Skerið kjúklinginn í langar ræmur og stráið timían, salti og pipar yfir.
  4. Steikið kjúklinginn á heitri pönnu upp úr olíu í 2-3 mínútur.
  5. Steikið beikonið á pönnu. Setjið pastað í stóra skál og blandið því saman við kjúklinginn, beikon, brauðteninga og dressinguna.
  6. Setjið í 4 skálar, dreifið nýrifnum parmesan yfir og berið fram.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka