Þvottatrixið sem fagurkerarnir elska

Sítrónur í þvottavélina og þvotturinn mun verða dúnmjúkur og vel …
Sítrónur í þvottavélina og þvotturinn mun verða dúnmjúkur og vel ilmandi. mbl.is/Amelia Lawrence/Kitchn

Þær eru súrar, gular og fullar af möguleikum! Við notum þær í þrif á heimilinu og af hverju ekki í þvottinn okkar líka? Hér áður fyrr voru sítrónur notaðar til að afkalka þvottavélina en það þarf alveg nokkuð margar til að það virki sem best.

En næst þegar þú hefur pressað sítrónur í dressingu eða aðra matargerð – geymdu þá sítrónurnar sem eftir verða, ekki henda þeim. Leggðu 1-2 sítrónur í bómullarpoka (nærfatapoka) og settu með þvottinum. Útkoman verður dúnmjúkur og vel ilmandi þvottur, alveg eins og þú vilt alltaf hafa hann.

Þær er súrar en alveg frábærar í heimilisþrifin.
Þær er súrar en alveg frábærar í heimilisþrifin. mbl.is/allas.se
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert