Var einhver að kalla eftir einföldum og bragðgóðum pastarétti? Þá er hann hér að finna. Öllu hent í einn pott og ekkert óþarfa umstang í uppvaski. Þetta er sannkallaður lúxusréttur.
Allt í einum potti pasta (fyrir 4)
- 2 msk. ólífuolía
- 4 hvítlauksrif, marin
- 1 laukur, smátt skorinn
- 400 g kjúklingabringur skornar í þunnar skífur
- 1 tsk. timían
- 1 tsk. oregano
- 1 tsk. paprikukrydd
- 1 tsk. salt
- 1 krukka grillaðar paprikur, skornar gróflega
- ½ ferskt chili eða jalapeno, skorið gróflega
- 3 dósir hakkaðir tómatar
- 2 dl rauðvín
- 2,5 dl vatn
- 450-500 g rigatoni pasta
- 1 dl rifinn parmesan + aðeins meira
- 25 g smjör
- ¾ - 1 dl matvinnslurjómi
- Þurrkaðar chiliflögur til skreytingar ef vill
Aðferð:
- Setjið stóran pott á helluna og hitið olíu rétt yfir meðalhita. Setjið hvítlauk og kjúklingabitana í pottinn og brúnið kjúklinginn án þess að hann fulleldist.
- Stráið þurru kryddinu yfir kjúklinginn.
- Setjið lauk, grillaðar paprikur og chili í pottinn og steikið áfram í nokkrar mínútur.
- Setjið tómatana úr dós út í ásamt víninu, vatni og pasta og látið sjóða í 15-20 mínútur. Hrærið jafnt í og bætið við vatni eftir þörfum.
- Lækkið í hitanum og setjið smjör og salt út í – og hrærið í.
- Setjið rjóma og parmesan-ost í pottinn og látið sjóða í 5 mínútur – hrærið í af og til.
- Takið pottinn af hitanum og stráið jafnvel meira af parmesan yfir ásamt chiliflögum.