Spaghettí með ekta ítalskri kjötsósu

Ekta ítalskt spaghettí með kjötsósu - eins og það gerist …
Ekta ítalskt spaghettí með kjötsósu - eins og það gerist best. mbl.is/Colourbox

Við elskum að láta hugann taka okkur með til Ítalíu – þar sem við gæðum okkur á bragðgóðum mat eins og Ítalir eru þekktastir fyrir. Hér er yndisaukandi uppskrift að spaghettí með kjötsósu sem þú munt varla geta hætt að borða.

Spaghettí með ekta ítalskri kjötsósu (fyrir 4)

  • 1 stórt steinseljubúnt
  • 2-3 laukar
  • 3 gulrætur
  • 2 sellerístönglar
  • 3-4 stór hvítlauksrif
  • 2 msk ólífuolía
  • 400 g nautahakk
  • 3 dl rauðvín eða hvítvín
  • 1,5 dós hakkaðir tómatar
  • 1 lítil dós tómatpuré
  • 1 tsk sykur
  • 2 tsk vínedik
  • 3 dl vatn
  • Annað krydd, ferskt eða þurrkað: oregano, rósmarín, timían
  • Spaghettí
  • Nýrifinn parmesan

Aðferð:

  1. Skerið allt grænmeti og hvitlauk í litla bita og setjið í matvinnsluvél ásamt 2/3 af steinseljunni. Maukið allt vel saman.
  2. Brúnið nautahakkið á pönnu og setjið því næst grænmetisblönduna út á pönnuna. Hellið víninu út á og látið suðuna koma upp.
  3. Bætið tómötum, tómatpuré, salti, pipar, sykri, vínedik, vatni og kryddjurtum út á pönnuna og látið malla á lágum hita undir loki í 40 mínútur. Hrærið í inn á milli og bætið við vatni ef þörf er á.
  4. Smakkið til og bætið síðasta 1/3 af steinseljunni út á pönnuna.
  5. Sjóðið spaghettí samkvæmt leiðbeiningum.
  6. Berið fram speghettí með kjötsósu og rífið parmesan ost yfir.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert