Spaghettí með ekta ítalskri kjötsósu

Ekta ítalskt spaghettí með kjötsósu - eins og það gerist …
Ekta ítalskt spaghettí með kjötsósu - eins og það gerist best. mbl.is/Colourbox

Við elsk­um að láta hug­ann taka okk­ur með til Ítal­íu – þar sem við gæðum okk­ur á bragðgóðum mat eins og Ítal­ir eru þekkt­ast­ir fyr­ir. Hér er yndis­auk­andi upp­skrift að spaghettí með kjötsósu sem þú munt varla geta hætt að borða.

Spaghettí með ekta ítalskri kjötsósu

Vista Prenta

Spaghettí með ekta ít­alskri kjötsósu (fyr­ir 4)

  • 1 stórt stein­selju­búnt
  • 2-3 lauk­ar
  • 3 gul­ræt­ur
  • 2 sell­e­rí­stöngl­ar
  • 3-4 stór hvít­lauksrif
  • 2 msk ólífu­olía
  • 400 g nauta­hakk
  • 3 dl rauðvín eða hvít­vín
  • 1,5 dós hakkaðir tóm­at­ar
  • 1 lít­il dós tóm­at­pu­ré
  • 1 tsk syk­ur
  • 2 tsk vín­e­dik
  • 3 dl vatn
  • Annað krydd, ferskt eða þurrkað: or­egano, rós­marín, timí­an
  • Spaghettí
  • Nýrif­inn par­mes­an

Aðferð:

  1. Skerið allt græn­meti og hvit­lauk í litla bita og setjið í mat­vinnslu­vél ásamt 2/​3 af stein­selj­unni. Maukið allt vel sam­an.
  2. Brúnið nauta­hakkið á pönnu og setjið því næst græn­met­is­blönd­una út á pönn­una. Hellið vín­inu út á og látið suðuna koma upp.
  3. Bætið tómöt­um, tóm­at­pu­ré, salti, pip­ar, sykri, vín­e­dik, vatni og kryd­d­jurt­um út á pönn­una og látið malla á lág­um hita und­ir loki í 40 mín­út­ur. Hrærið í inn á milli og bætið við vatni ef þörf er á.
  4. Smakkið til og bætið síðasta 1/​3 af stein­selj­unni út á pönn­una.
  5. Sjóðið spaghettí sam­kvæmt leiðbein­ing­um.
  6. Berið fram speg­hettí með kjötsósu og rífið par­mes­an ost yfir.
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert