Karmellukökur sem eru æðislegar

Við getum næstum óskað gleðilegra jóla með þessari sætu köku.
Við getum næstum óskað gleðilegra jóla með þessari sætu köku. mbl.is/Kaere-hjem.dk_Stine Christiansen

Getum við sagt að jólin séu freistandi? Það eru jú freistingar á hverju strái hvað smákökur, konfekt og góðan mat varðar. Þessi sæta jólasynd inniheldur hnetur úr ýmsum áttum og er hreint út sagt unaðsleg.

Sæta jólasyndin

  • 150 g smjör
  • 225 g hveiti
  • 75 g flórsykur
  • 1 eggjarauða
  • 1 msk kalt vatn
  • Smjör til að smyrja formið                           

Karamellu-hnetufylling:

  • 100 g heslihnetur
  • 100 g valhnetur
  • 100 g makadamíuhnetur
  • 50 g ósaltaðar pistasíuhnetur
  • 3 dl sykur
  • 50 g smjör
  • 3 dl rjómi
  • Sjávarsalt
  • 40 g sultaður appelsínubörkur (má sleppa)

Aðferð:

Botn:

  1. Smuldrið smjörið í hveitið og bætið flórsykri og eggjarauðu út í. Hnoðið saman.
  2. Setjið filmu yfir skálina og setjið inn í ísskáp í sirka 1 tíma.
  3. Smyrjið formið (sirka 26x26 cm) með smjöri og hitið ofninn á 180°.
  4. Rúllið deiginu út þannig að það sé sirka ½ cm á þykktina og leggið í formið. Bakið í 15-18 mínútur.

Karamellu-hnetufylling:

  1. Leggið heslihneturnar á bökunarpappír á bökunarplötu og ristið í ofni við 180° í 10 mínútur, þar til þú finnur ilminn leika um húsið. Reynið að „nudda“ eins mikið af hnetuhýðinu af með t.d. viskastykki.
  2. Saxið valhneturnar gróflega og dreifið þeim ásamt restinni af hinum hnetunum á bökunarplötu og ristið í ofni í 5-6 mínútur þar til gylltar og byrja að ilma. Passið samt að rista þær ekki of mikið og látið alveg kólna.
  3. Bræðið sykurinn í potti þar til karamellukenndur og takið þá af hellunni. Bætið 1 skeið af smjöri út í í einu á meðan þú hrærir í á meðan. Bætið því næst rjómanum út í og setjið aftur á helluna. Leyfið sósunni að koma upp og setjið jafnvel smá sjávarsalt út í á meðan þú hrærir í. Setjið í kæli í 1 tíma.
  4. Dreifið hnetunum og appelsínuberkinum (ef vill) á botninn og hellið kaldri karamellusósunni yfir.
  5. Setjið kökuna í kæli þar til karamellan er orðin stíf.
  6. Skerið í bita og berið fram.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert