Allt sem er heimagert verður oftar en ekki betra á bragðið. Hér bjóðum við upp á múslí með þurrkuðum eplabitum - fullkomið til að hefja daginn.
Heimagert múslí með eplabitum
Þurrkuð epli:
Múslí:
- 50 g valhnetukjarnar
- 50 g kókosflögur
- 200 g haframjöl
- 2 msk english breakfast-telauf
- 50 g sólblómakjarnar
- 50 g graskerskjarnar
- 50 g pekanhnetur
- 150 g fljótandi hunang
- 100 g þurrkuð epli
Aðferð:
- Skerið eplin í litla bita og dreipið sítrónusafa yfir. Leggið á bökunarpappír.
- Þurrkið eplin inn í ofni við 80°C í 4 tíma.
- Látið kólna og setjið í krukku með þéttu loki. Geymið á köldum dimmum stað.
Múslí:
- Saxið valhneturnar og kókosflögurnar gróflega.
- Blandið öllum hráefnunum saman fyrir utan eplateningana og passið að hunangið dreifist jafnt yfir allt.
- Setjið múslíblönduna á bökunarpappír á bökunarplötu og dreifið vel úr því. Bakið í ofni við 170°C í 10 mínútur.
- Veltið múslínu og bakið áfram í 5 mínútur.
- Látið alveg kólna áður en eplabitunum er bætt saman við.
- Njótið með hreinni jógúrt eða öðru sem hugurinn girnist.