Stórkostlegur kjúklingaréttur

Kjúklingur helgarinnar er mættur á borðið í allri sinni dýrð.
Kjúklingur helgarinnar er mættur á borðið í allri sinni dýrð. mbl.is/Sæson.dk_Betina Hastof

Við erum til í eitthvað djúsí! Heilsteiktur kjúklingur umvafinn appelsínum og kryddaður með því besta sem til er í eldhúsinu. Þessi uppskrift er alveg fullkomin um helgar þegar gera á vel við sig.

Safaríkur helgarkjúlli

  • 1 kjúklingur frá Ali (1,4 kg)
  • Salt og pipar
  • ½ kg fenníka
  • 1-2 appelsínur
  • 2 msk. ferskt timían
  • 1 msk. ferskt rósmarín, saxað
  • Ólífuolía
  • 100 g ólífur

Annað:

  • Kartöflur og salat

Aðferð:

  1. Hitið ofninn og stillið á 225°C.
  2. Skerið afturbeinið á kjúklingnum og þrýstið honum flötum í eldfast mót. Klippið einnig líka hjá lærum og vængjum.
  3. Skerið toppinn og botninn af fenníkunni og skerið í fjóra hluta. Skerið appelsínuna í þunnar skífur og leggið hringinn í kringum kjúklinginn ásamt fenníkunni. Kryddið með timían, rósmarín og dreypið ólífuolíu yfir.
  4. Steikið í ofni í 30 mínútur. Bætið ólífunum saman við og bakið áfram í 15 mínútur eða þar til kjúklingurinn er tilbúinn.
  5. Berið fram með t.d. ofnsteiktum kartöflum og góðu salati.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert