Lúxus-andasalat með ævintýralegu bragði

Ferskt salat með andabringu og granatepli.
Ferskt salat með andabringu og granatepli. mbl.is/Alt.dk_Tia Borgsmidt

Besta salat ársins er hér komið á borð, fallegt og bragðgott — eða sannkölluð himnasending fyrir bragðlaukana. Rétturinn er fullkominn sem kvöld- og hádegismatur því þú munt ekki geta hætt að borða hann.

Himnasending í salati með granateplum

  • 1 andabringa
  • ½ lítri kraftur
  • Salt og pipar
  • 2 msk. ólífuolía
  • 3 msk. sojasósa
  • 1 msk. síróp
  • sjávarsalt og pipar

Salat:

  • 200 g grænar baunir
  • 250 g hvítkál (má líka vera rautt)
  • Hjartasalat

Dressing:

  • 1 tsk. dijon sinnep
  • 4 msk. jómfrúarolía
  • 2 msk. epla- eða hvítvínsedik
  • 1-2 tsk. skallotlaukur, smátt skorinn
  • sjávarsalt og pipar

Annað:

  • 50 g fetaostur
  • 1 msk. ólífuolía
  • Granatepli

Aðferð:

  1. Sjóðið andabringuna upp úr krafti í einn klukkutíma. Takið kjötið upp og látið kólna þar til volgt. Fjarlægið fituna og rífið kjötið í minni bita með gaffli.
  2. Snyrtið baunirnar og sjóðið þær í 5 mínútur upp úr léttsöltuðu vatni. Látið kólna í sigti.
  3. Skerið hvítkálið og hjartasalatið smátt. Setjið volgar baunirnar, hvítkálið og salatið á fat.
  4. Pískið hráefnin í dressinguna saman og veltið salatinu upp úr.
  5. Steikið öndina upp úr olíu, sojasósu og sírópi í nokkrar mínútur.
  6. Dreifið kjötinu yfir salatið og myljið fetaost yfir. Dreifið granateplakjörnum yfir allt saman og berið fram með góðu brauði. 
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert