Þessi réttur mun án efa verða uppáhalda pastarétturinn þinn eftir að hafa smakkað. Hráefnin eru af bestu gerð svo ekkert getur klikkað.
Uppáhalds pastarétturinn þinn
- 250 g fusilli pasta
- 115 g geitaostur
- 2 msk. ólífuolía
- 2 msk. sítrónusafi
- 2 tsk. sjávarsalt
- ½ tsk. svartur pipar
- ¼ tsk. pipar flögur, rauðar
- 170 g klettasalat
- kirsuberjatómatar
- ½ bolli kalamata ólífur, skornar í sneiðar
Aðferð:
- Sjóðið pastað samkvæmt leiðbeiningum. Takið um 1 bolla af pastavatninu til hliðar þegar pastað er tilbúið og hellið restinni. Setjið pastað í stóra skál.
- Dreifið geitaostinum yfir pastað og dreipið ólífuolíu yfir ásamt sítrónusafanum. Stráið salti, rauða og svarta piparinum yfir.
- Setjið nú 1/3 bolla af pastavatninu yfir og veltið öllu saman þar til rétturinn verður hálf rjómakenndur.
- Bætið við klettasalatinu, tómötum og ólífum og blandið vel saman.
- Ef að pastað verður of þurrt, bætið þá við meira af pastavatninu eða ólífuolíu.
- Smakkið til og kryddið meira eftir þörfum.
Svo einfalt en svo gott - öllu blandað saman í eina skál.
mbl.is/Howsweeteats.com