Sjúklegt salat með ristuðu blómkáli

Geggjað salat sem léttir aðeins á desembermánuði.
Geggjað salat sem léttir aðeins á desembermánuði. mbl.is/iform.dk_© David Frenkiel, Green Kitchen

Við erum ekkert að grínast með þessa samsetningu á salati. Fullkomið sem léttur réttur eða sem meðlæti með góðu kjöti. Hér mætast döðlur, blómkál, möndlur og geggjuð dressing sem bindur allt saman.

Sjúklegt salat með ristuðu blómkáli

  • 1 blómkálshöfuð
  • 1 msk. kaldpressuð ólífuolía
  • ¼ tsk. kummin
  • ¼ tsk. kanill
  • ¼ tsk. engifer
  • Cayenne pipar á hnífsoddi eða meira eftir smekk
  • 200 g belugalinsur eða aðrar linsubaunir
  • 100 g möndlur
  • 10 döðlur
  • 1 lítill rauðlaukur
  • 100 g spínat
  • Spírur til skreytingar

Dressing:

  • 2 msk. tahin
  • 1 msk. sítrónusafi
  • 1 msk. hunang
  • 2 msk. vatn eða meira eftir smekk

Aðferð:

  1. Hitið ofninn á 220°C.
  2. Skerið blómkálið í minni bita og dreifið á bökunarplötu. Blandið saman olíu og kryddum og hellið yfir blómkálið.
  3. Skolið linsubaunirnar og sjóðið undir loki í potti með ½ lítra af vatni og smá salti, í 20 mínútur. Hellið restinni af vatninu af og látið kólna.
  4. Takið blómkálið úr ofninum og látið kólna.
  5. Lækkið hitann á ofninum niður í 175° og þurrristið möndlurnar.
  6. Pískið hráefnin saman í dressinguna og blandið linsubaununum saman við.
  7. Skerið döðlurnar niður og saxið laukinn.
  8. Takið möndlurnar úr ofninum og saxið gróflega.
  9. Setjið öll hráefnin saman við blómkálið og blandið öllu vel saman.
  10. Toppið með spírum.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert