Lagkagehuset ætti að vera mörgum Íslendingum kunnugt. En það er eitt vinsælasta bakarí Dana og það ekki að ástæðulausu. Hér er uppskrift að pipardropum frá Ole Kristoffersen, eiganda bakaríisins góða.
Uppskrift frá vinsælasta bakaríi Danmerkur
- 250 g smjör
- 250 g sykur
- 1 dl rjómi
- 500 g hveiti
- 1 tsk. engifer
- 1 tsk. kanill
- 1 tsk. hvítur pipar
- 1 tsk. kardimomma
- 1 tsk. lyftiduft
- 1 tsk. natron
Aðferð:
- Hitið ofninn á 200°C.
- Pískið smör og sykur saman þar til kremkennt. Bætið þá rjómanum saman við og pískið áfram á lágri stillingu.
- Blandið hveitinu saman vði krydd, lyftiduft og natron og blandið saman við deigið þar til það situr nokkurn veginn fast. Hnoðið með höndunum.
- Skiptið deiginu upp í minni bita og rúllið út eins og langar pulsur á stærð við litlafingur. Skerið í sirka 1 cm þykka bita og leggið á bökunarplötu. Þrýstið létt á toppinn þannig að hann verði flatur. Bakið í 7-8 mínútur þar til gylltir á lit.
- Kælið og njótið – og setjið restina í kökudós.
Lagkagehuset er víða að finna í Kaupmannahöfn.
mbl.is/isicdanmark.dk