Aðventubrauð með rósmarín

Fullkomið brauð á aðventunni - sem verður einstaklega jólalegt þegar …
Fullkomið brauð á aðventunni - sem verður einstaklega jólalegt þegar rósmarín greinarnar skreyta það. mbl.is/Kære-hjem.dk_Columbus Leth

Það eru ekki bara smákökur sem við bökum um jólin, því nýbakað brauð á aðventunni mun gleðja marga á heimilinu. Hér er uppskrift að æðislegu brauð með rósmarín sem skreytir brauðið sannarlega.

Aðventubrauð með rósmarín

  • 4 dl kalt vatn
  • 1 tsk. salt
  • 25 g ger
  • 200 g durumhveiti
  • 50 g spelthveiti
  • 300 g hveiti
  • Handfylli ferskt rósmarín
  • ½ msk. flögusalt
  • ½ dl ólífuolía

Aðferð:

  1. Settu vatn, salt og ger í skál og pískaðu saman þar til allt hefur leysts upp.
  2. Bætti við durum- og spelthveitinu saman við og blandið saman.
  3. Bætið þá hveitinu smátt og smátt saman við þar til deigið verður létt í sér.
  4. Setjið deigið í 28 cm smelluform klætt bökunarpappír.
  5. Klippið litlar rósmaríngreinar og komið þeim niður í deigið.
  6. Látið deigið hefa sig í kæli yfir nótt.
  7. Stráið flögusalti yfir og bakið í ofni við 225° í sirka mínútur þar til bakað í gegn.
  8. Takið brauðið úr ofni og dreypið ólífuolíu yfir áður en borið er fram.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert