Frábær og fljótlegur fiskréttur

Hversdagsfiskur af ferskari gerðinni er mættur á borðið.
Hversdagsfiskur af ferskari gerðinni er mættur á borðið. mbl.is/femina.dk_Columbus Leth

Við megum ekki gleyma því að borða fisk þó að smákökur og steikur af ýmsum toga séu á hverju strái þennan mánuðinn. Hér er fljótlegur laxaréttur sem er með þeim ferskari sem þú hefur séð.

Fljótlegur og ferskur fiskréttur

  • 1 msk. sojasósa
  • 1 msk. fljótandi hunang
  • ½ msk. sesamolía
  • ½ msk. limesafi
  • 4 góðir laxabitar (má nota hvaða fisk sem er)
  • 2 msk. olífuolía

Grænkál:

  • 100 g ferskt grænkál
  • 1 msk. sesamolía
  • Salt

Annað:

  • 2 avókadó
  • 1 msk. svört sesamfræ
  • 1 lime
  • Hrísgrjón

Aðferð:

  1. Sjóðið hrísgrjónin samkvæmt leiðbeiningum á pakka.
  2. Hrærið soja, hunangi, sesamolíu og limesafa saman og penslið laxinn með marineringunni. Steikið upp úr olíu á pönnu í 4-5 mínútur á hvorri hlið þar til gegnumsteikt en ekki þurrt.
  3. Skerið grænkálsblöðin í grófa bita. Steikið upp úr sesamolíu á pönnu þar til stökkir og hafa tekið lit. Kryddið með salti.
  4. Skerið avókadó til helminga, fjarlægið steininn og skerið í litla bita. Setjið hrísgrjónin í skál og toppið með steiktu grænkáli, lax og avókadóbitum. Stráið sesamfræjum yfir og berið strax fram með lime-bátum.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert