Rjómakennt kjúklingalasagne

Alveg svakalega gott kjúklingalasagne.
Alveg svakalega gott kjúklingalasagne. mbl.is/Kærehjem.dk_Anette Nilsson

Hér ræðir um ekta lasagne sem gleður sál­ina – þú færð það ekki betra en þetta hér. Stund­um er þörf­in bara svo sterk að við þurf­um að fá akkúrat svona mat í mag­ann. Hér er upp­skrift að æðis­legu lasagne með hrá­efn­um sem þú hef­ur aldrei áður notað í slík­an rétt.

Rjómakennt kjúklingalasagne

Vista Prenta

Rjóma­kennt kjúk­lingala­sagne

  • 350 g úr­beinuð kjúk­linga­læri frá ALI
  • 1 lauk­ur
  • 4 stór hvít­lauksrif
  • Ólífu­olía
  • 100 g svepp­ir
  • 5 dl mat­vinnsl­ur­jómi
  • 2 dl rif­inn chedd­ar-ost­ur
  • 2 tsk. maísþykkni
  • ½ dl gróf­hakkaðar val­hnet­ur
  • 4-6 fersk­ar lasagne-plöt­ur

Annað:

  • 6 litl­ir rauðlauk­ar
  • 1 dl edik
  • 2 dl syk­ur
  • 3 dl vatn
  • ½ dl söxuð stein­selja

Aðferð:

  1. Hitið ofn­inn í 175°C.
  2. Skerið kjúk­ling­inn í litla bita.
  3. Saxið lauk og hvít­lauk og skerið svepp­ina í skíf­ur.
  4. Steikið kjúk­ling­inn upp úr ólífu­olíu og bætið lauk, hvít­lauk, spínati og svepp­um út á pönn­una. Steikið þar til spínatið verður mjúkt. Smakkið til með salti og pip­ar.
  5. Hitið mat­vinnsl­ur­jómann í potti og blandið rifna ost­in­um sam­an við. Bætið við maísþykkni (blönduðu sam­an við smá­veg­is af vatni). Hitið að suðu – saltið og piprið.
  6. Setjið kjúk­ling, val­hnet­ur, sósu og lasagne-plöt­ur í eld­fast mót og byrjið og endið á sós­unni.
  7. Hitið í ofni í 40 mín­út­ur.
  8. Annað: Skerið lauk­inn til helm­inga og í strimla. Setjið edik, vatn og syk­ur í lít­inn pott og hitið að suðu. Takið af hit­an­um og setjið lauk­inn út í ed­ik­blönd­una.
  9. Þegar lasagne-ið er til­búið – toppið þá með sultuðum lauk og saxaðri stein­seju og berið fram. 
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert
Loka