Þegar þú kannt að sjá möguleikana og nýta öll þau rými sem húsið hefur upp á að bjóða, þá er lítið mál að koma einu eldhúsi fyrir undir stiganum.
Þetta var eitt sinn myrkasta rýmið í húsinu en er nú það bjartasta. Með því að setja saman mismunandi efnisvið og liti, varð útkoman eldhús undir stiganum. Og eiginlega sannkallað listaverk!
Eldhúsið má finna í fallegu húsi í Nørrebro í Danmörku og var útfært af arkitektafyrirtækinu Valbæk Brørup. Hönnunin geymir ýmsa efniviði og liti sem gerir eldhúsið eins einstakt og það er. Eikin í eyjunni gefur til að mynda mikinn hlýleika á móti kaldri stál borðplötunni.