Hinn eini sanni Friðrik Dór lætur ekki sitt eftir liggja fyrir jólin og hefur gefið út bókina Léttir réttir Frikka. Þar gefur að líta úrval frábærra uppskrifta sem eru sérstaklega ætlaðar þeim sem eru að stíga sín fyrstu skref í eldhúsinu. Ekki svo að skilja að þær séu ekki fyrir meistarana líka en mikið var lagt í að hafa allar leiðbeiningar eins skýrar og einfaldar og kostur var auk þess sem Friðrik segir að góður matur þurfi hreint ekki að vera flókinn.
Við gætum ekki verið meira sammála og deilum hér uppskrift að lasagna sem enginn fær staðist.
BEIKON- OG RJÓMALASAGNA
Fyrir 3–4
Undirbúningstími: 10 mínútur
Eldunartími: 50 mínútur
HRÁEFNI
AÐFERÐ
1. Hitaðu pönnuna á rúmlega meðalháum hita.
2. Skerðu beikon, lauk og hvítlauksgeira smátt.
3. Settu ólífuolíu á pönnuna og steiktu beikonbitana þar til þeir verða fallega brúnir.
4. Bættu lauknum og hvítlauknum út á pönnuna. Steiktu laukinn í um tvær mínútur eða þar til hann er við það að verða glær.
5. Bættu hakki við og steiktu þar til það er orðið fallega brúnt í gegn.
6. Bættu pastasósu, tómatpúrru, hvítlauksblöndu, salti og oregano út á pönnuna og blandaðu saman.
7. Leyfðu hakkblöndunni að malla í 10 mínútur.
8. Bættu matreiðslurjóma við og leyfðu að steikjast í 5-10 mínútur í viðbót.
9. Á meðan þú bíður skaltu taka til eldfast mót, hita ofninn í 180°C og stilla á blástur.
10. Rífðu parmesanost niður með rifjárni og settu til hliðar.
11. Settu fjórðung hakkblöndunnar í eldfasta mótið og dreifðu vel.
12. Stráðu þunnu lagi af parmesanosti og rifnum osti yfir hakkblönduna.
13. Smyrðu nú pastaplöturnar með rjómaosti og raðaðu í eldfasta mótið.
14. Endurtaktu skref 11-13 tvisvar í viðbót.
15. Eftir að þriðja laginu af pastaplötunum hefur verið komið fyrir í eldfasta mótinu skaltu setja seinasta fjórðung hakksins ofan á og strá þykku lagi af osti yfir.
16. Settu í ofn í 10-20 mínútur eða þar til osturinn er bráðinn og farinn að brúnast og pastaplöturnar orðnar mjúkar.
GÓÐ RÁÐ