Það eru ekki allir á því að háma í sig hangikjöt og rauðkál allan desembermánuð. Og þá er gott að eiga eina svona uppskrift við höndina sem fjölskyldan mun elska. Spínatlasagne með ristuðum sveppum eins og það gerist best.
Lasagneuppskriftin sem þú þarft að eiga (fyrir 4)
- 200 g ferskar lasagneplötur
- 1 stór mozzarellakúla
- 75 g valhnetukjarnar
Ristaðir sveppir:
- 1 rauðlaukur
- 400 g brúnir sveppir
- 1 msk. smjör til steikingar
- 1 tsk. þurrkað timían
- salt
Spínatsósa:
- 25 g smjör
- 2 msk. hveiti
- 6 dl mjólk
- 500 g spínat, frosið
- ½ sítróna
- ½ tsk. múskat
- salt og pipar
Aðferð:
Ristaðir sveppir:
- Saxið rauðlaukinn smátt. Hreinsið sveppina og skerið þá til helminga. Steikið lauk og sveppi upp úr smjöri á pönnu í 3-4 mínútur þar til þeir taka lit. Kryddið með timían og salti og takið pönnuna af hitanum.
Spínatsósa:
- Bræðið smjörið í potti við vægan hita og pískið hveitinu saman við þar til allir klumpar eru farnir. Bætið mjólk saman við smátt og smátt og látið suðuna koma upp á meðan þú hrærir í.
- Blandið frosna spínatinu saman við og látið malla þar til vökvinn úr spínatinu hefur að mestu gufað upp. Smakkið sósuna til með röspuðum sítrónuberki, múskat, salti og pipar.
Samsetning:
- Skerið eða klippið lasagneplöturnar til svo þær passi í eldfasta mótið.
- Skerið mozzarellaostinn í þunnar skífur og saxið valhneturnar gróft.
- Leggið þunnt lag af spínatsósunni í botninn á eldfasta mótinu og því næst lasagneplötur og svo aftur spínatsósu. Því næst koma ristuðu sveppirnir og svo koll af kolli, plötur, sósa og sveppir til skiptis. Endið á spínatsósu og leggið mozzarellaostneiðar yfir.
- Dreifið söxuðum valhnetum yfir og setjið álpappír yfir fatið — hitið í ofni í 25 mínútur. Takið þá álpappírinn af og bakið áfram í 10 mínútur þar til gyllt á lit.
- Berið fram með góðu brauði eða grænu salati.