Litlar kjötbollur með pasta og pestó

Það jafnast ekkert á við kjötbollur með pestó í matinn.
Það jafnast ekkert á við kjötbollur með pestó í matinn. mbl.is/alt.dk_Mikkel Adsbøl

Sívinsælar á borðið! Kjötbollur með pasta í tómatblöndu og góðu pestó er það sem maginn kallar á í dag. Við skulum láta það eftir okkur með þessari einföldu og fljótlegu uppskrift.

Litlar kjötbollur með pasta og pestó

  • 500 g svínahakk eða blandað hakk
  • 1,5 tsk. salt
  • Pipar
  • 1 lítill laukur
  • 1 egg
  • 4 msk. hveiti
  • 2 dl mjólk
  • 1 tsk. fíntsaxað chili
  • 2 stór hvítlauksrif, marin
  • 2 tsk. oregano
  • Smjör og ólífuolía til steikingar

Annað:

  • 300 g pasta
  • 500 g tómatar
  • 1-2 stór hvítlauksrif, marin
  • 2 msk ólífuolía
  • Salt og pipar
  • 2 dl nýrifinn parmesan
  • Ólífur
  • Basilika

Aðferð:

  1. Blandið hakkinu saman við ofangreind hráefni. Mótið í litlar bollur og steikið upp úr smjöri á pönnu og olíu þar til gegnumsteiktar.
  2. Sjóðið pastað samkvæmt leiðbeiningum.
  3. Blandið saman tómötum, hvítlauk, ólífuolíu, salti og pipar. Veltið blöndunni saman við pastað. Rífið parmesan yfir pastað og skreytið með ólífum og basilikum.
  4. Berið bollurnar fram með tómatpastanu og góðu pestó.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka