Sívinsælar á borðið! Kjötbollur með pasta í tómatblöndu og góðu pestó er það sem maginn kallar á í dag. Við skulum láta það eftir okkur með þessari einföldu og fljótlegu uppskrift.
Litlar kjötbollur með pasta og pestó
- 500 g svínahakk eða blandað hakk
- 1,5 tsk. salt
- Pipar
- 1 lítill laukur
- 1 egg
- 4 msk. hveiti
- 2 dl mjólk
- 1 tsk. fíntsaxað chili
- 2 stór hvítlauksrif, marin
- 2 tsk. oregano
- Smjör og ólífuolía til steikingar
Annað:
- 300 g pasta
- 500 g tómatar
- 1-2 stór hvítlauksrif, marin
- 2 msk ólífuolía
- Salt og pipar
- 2 dl nýrifinn parmesan
- Ólífur
- Basilika
Aðferð:
- Blandið hakkinu saman við ofangreind hráefni. Mótið í litlar bollur og steikið upp úr smjöri á pönnu og olíu þar til gegnumsteiktar.
- Sjóðið pastað samkvæmt leiðbeiningum.
- Blandið saman tómötum, hvítlauk, ólífuolíu, salti og pipar. Veltið blöndunni saman við pastað. Rífið parmesan yfir pastað og skreytið með ólífum og basilikum.
- Berið bollurnar fram með tómatpastanu og góðu pestó.