Kökudrottningin fór klyfjuð út

Sandra Dögg Þorsteinsdóttir ásamt meðbökurum sínum, Berglindi Eik sem er …
Sandra Dögg Þorsteinsdóttir ásamt meðbökurum sínum, Berglindi Eik sem er sex ára og Emilíu Björk, sem verður tveggja ára þann 30. desember næstkomandi. Eggert Jóhannesson

Bökunarkeppni matarvefsins, Jólakakan 2019, fór fram á dögunum í fyrsta skipti og var þátttaka framar björtustu vonum.

Matarvefurinn þakkar öllum sem sendu inn kökur hjartanlega fyrir og á næstu dögum og vikum verða birtar uppskriftir að kökum sem sendar voru og þóttu framúrskarandi. Ljóst er að keppnin er komin til að vera og við hlökkum til að gera enn betur á næsta ári.

Sigurvegarinn var Sandra Dögg Þorsteinsdóttir sem bakaði köku sem kemst í sögubækurnar. Um var að ræða tveggja hæða köku sem hún kallaði Broddgeltina þrjá. Sandra hlaut að launum 150 þúsund króna gjafabréf frá Heimsferðum, KitchenAid-hrærivél, 50 þúsund króna gjafakort í Hagkaupum, veglega gjafakörfu frá Til hamingju og 10 þúsund króna gjafabréf frá veitingastaðnum GOTT.

Sandra var að vonum ánægð með úrslitin en uppskriftin verður birt á matarvef mbl.is innan tíðar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert