Þessi uppskrift er fyrir matgæðinginn sem veit fátt skemmtilegra en að leika sér í eldhúsinu. Höfundur uppskriftar er hinn eini sanni Fannar Vernharðsson, einn eigenda veisluþjónustunnar Nomy, sem þrír meistarakokkar standa að.
Uppskriftin birtist upphaflega í Hátíðamatarblaði Hagkaups og Matarvefsins sem kom út nú í desember og innihélt yfirgengilegt magn meistarauppskrifta svo leitun er að öðru eins. Hægt er að nálgast PDF-útgáfu af blaðinu HÉR.
Frönsk rist með seljurótarsalati, reyktum silungi, karsa og piparrót
French toast-eggjablanda
1. Blandið öllu saman og maukið með töfrasprota.
Steikt eggjabrauð (french toast)
Setjið smjörið í örbylgjuofn og hitið á hæsta hita uns það bráðnar og skilur sig. Mjólkin ætti þá að vera á botninum og hrein smjörfita sem flýtur ofan á.
Hitið pönnu til að steikja brauðið á og notið skírt smjör til að steikja.
Skerið brauðið í ílanga ferhyrninga og veltið upp úr eggjablöndunni.
Steikið á pönnunni með skírða smjörinu uns brauðið er orðið gullinbrúnt og stökkt báðum megin.
Seljurótarsalat
Skrælið og skerið seljurótina í tvennt og rífið niður. Saxið létt yfir súrkálið og blandið svo öllu saman í stórri skál. Smakkið til með salti og pipar eftir smekk.
Silungur
Skerið silunginn í þunnar sneiðar.
Setjið seljurótarremúlaðið ofan á nýsteikt eggjabrauðið, raðið silungnum ofan í salatið, puntið með karsanum (það má vera mikið) og endið svo á því að rífa piparrótina yfir.