Koníaksdesert sem mun heilla gestina

Koníaksdesert sem slær í gegn.
Koníaksdesert sem slær í gegn. mbl.is/Mainlifestyle.com_Betina Hastoft

Það er geggjað að mæta með eft­ir­rétt á borðið sem slær í gegn – en þessi er einn af þeim. Hér erum við að bjóða upp á koní­aks­mús með möndlumuln­ingi sem kitl­ar bragðlauk­ana.

Koníaksdesert sem mun heilla gestina

Vista Prenta

Koní­aks­desert sem mun heilla gest­ina (fyr­ir 6)

Möndlumuln­ing­ur:

  • 130 g syk­ur
  • 80 g möndl­ur, saxaðar

Koní­aks­mús:

  • 200 g dökkt súkkulaði
  • 30 g smjör
  • 4 egg
  • 50 g syk­ur
  • 1 lítið koní­aks­glas

Aðferð:

Möndlumuln­ing­ur:

  1. Bræðið syk­ur­inn þar til hann verður að gylltri kara­mellu. Bætið þá möndl­un­um út í og leyfið þeim að rist­ast með í 2-3 mín­út­ur.
  2. Hellið öllu á bök­un­ar­papp­ír og látið al­veg kólna.
  3. Saxið gróf­lega með beitt­um hníf.

Koní­aks­mús:

  1. Bræðið súkkulaði og smjör yfir vatnsbaði.
  2. Skiljið eggja­hvít­urn­ar frá eggj­ar­auðunni og pískið hvít­urn­ar stíf­ar.
  3. Pískið eggj­ar­auðurn­ar og syk­ur­inn sam­an þar til krem­kennt og hvítt.
  4. Hrærið súkkulaðiblönd­unni sam­an við koní­akið og pískuðu eggj­ar­auðurn­ar. Veltið að lok­um stífþeyttu hvít­un­um sam­an við.
  5. Setjið möndlumuln­ing í botn­inn á 6 glös­um og fyllið upp með koní­aks­mús.
  6. Skreytið með möndlumuln­ingi á topp­inn og setjið í kæli í það minnsta 3 tíma.
  7. Takið mús­ina úr kæli um hálf­tíma áður en bera skal fram.
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert