Kampavínsdrykkurinn sem slær í gegn á gamlárskvöld

Kampavíns-mojito er drykkur fyrir þá sem vilja skála í ferskan …
Kampavíns-mojito er drykkur fyrir þá sem vilja skála í ferskan kokteil á gamlárskvöld. mbl.is/Colourbox

Hvaða drykk ætlar þú að skála í inn í nýja árið? Kampavíns-mojito er bæði smart og bragðgóður drykkur fyrir þá sem elska búblur. Þennan drykk má skreyta með greni eða jafnvel berjum af ýmsum toga til að fá smá lit í glasið.

Skálað í kampavíns-mojito

  • 5 mintulauf
  • 25 ml romm
  • Safi úr ½ lime
  • 1 msk. sykursýróp
  • Nokkrir dropar af Angostura
  • Kampavín
  • Ísmolar

Aðferð:

  1. Setjið nokkrar ísmola í glas. Leggið myntulaufin í lófann á annari hendi og veltið síðan glasinu yfir á myntulaufin – þannig mun „skerast“ hæfilega mikið í laufin án þess að þau verði bitur.
  2. Setjið myntuna í glasið og hellið því næst romminu, lime, sýrópið og Angostura yfir.
  3. Hrærið varlega í og fyllið glasið upp með kampavíni.
mbl.is/Colourbox
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert