Ef við viljum tryggja hvít jól í ár, þá eru þessir snjóboltar að fara bjarga málunum. Lauflétt uppskrift sem þú munt elska að útbúa og ekki minnst njóta þess að borða.
Snjóboltar með núggati
- Marsípan
- Raspaður appelsínubörkur
- Tréspjót
- Núggat
- 3-4 eggjahvítur
- Flórsykur
Aðferð:
- Hnoðið marsípan og raspaða appelsínuberkinum saman.
- Skerið núggatið í litla bita og setjið einn bita inn í marsípanið sem þú rúllar upp í kúlu. Stingið trépinna inn í hverja kúlu.
- Pískið eggjahvíturnar léttar og bætið flórsykri saman við smátt og smátt þar til þú færð loftkennda marengsblöndu.
- Dýfið kúlunum í marengsinn og veltið upp úr sykri eða öðru sem hugurinn girnist.
- Þegar marengsinn hefur harðnað örlítið, þá veltir þú kúlunni upp úr sigtuðum flórsykri.
- Látið alveg storkna áður en borið fram.